NTC netdagar

Eigandi Vamos kallar eftir bílalausum miðbæ á sumrinLjósmynd: Halldór Kristinn Harðarson

Eigandi Vamos kallar eftir bílalausum miðbæ á sumrin

Halldór Kristinn Harðarson, eigandi skemmtistaðarins Vamos, setti í dag færslu á Facebook síðu sína þar sem hann talar fyrir víðara banni á bílaumferð í miðbænum á sumrin, þá sérstaklega um Ráðhústorg.

Hann segir góða stemmingu ávallt myndast á Ráðhústorgi þegar eitthvað er um að vera þar, en til þess að svæðið nýtist sem best sé ákveðið skilyrði að loka fyrir bílaumferð. Hingað til hefur Halldór sjálfur sótt um leyfi og látið loka miðbænum fyrir hina ýmsu viðburði, en hann segir næsta skrefið vera að loka einfaldlega á bílaumferð um miðbæinn yfir sumarið.

Halldór endar færsluna á því að spyrja lesendur hvernig þau vilji sjá miðbæinn á Akureyri. Hans eigin sýn er skýr, eins og hann lýsir henni í myndbandi sem fylgir með færslunni:

„Hvernig væri ef það væru bara borð [út um allt], gatan lokuð, engir bílar, R5 með borð úti, Indian líka, Kurdo líka. Það væru matar- og söluvagnar [á torginu], fólk væri að koma hérna með börnin sín í kerru, leikandi á græna túninu, bekkir út um allt, engir bílar – Ég væri til í að hafa sumarið á Akureyri svona, hvað með þig?“

Svo virðist sem margir Akureyringar séu sammála Halldóri, en þegar þessi frétt er skrifuð hafa 200 manns líkað við færsluna á tæpum tvem klukkutímum. Sjáið færsluna hér að neðan:

UMMÆLI