NTC

Eigandi Sjanghæ í skýjunum með Akureyringa

Veitingahúsið Sjanghæ opnaði aftur þann 27. september síðastliðinn eftir að því var lokað vegna fréttaflutnings Rúv um grunað vinnumansal á staðnum, sem reyndist síðar ekki rétt.
Það hefur borið á miklum samhug meðal Akureyringa vegna málsins og margir æstir í að prufa staðinn aftur eftir enduropnun. Rosita segir í samtali við Kaffið að hún sé yfir sig ánægð með móttökurnar og það sé búið að vera nóg að gera síðan þau opnuðu aftur.

,,Það eru mestmegnis Akureyringar sem eru að koma til okkar núna. Rosalega margir koma sérstaklega til mín og bara knúsa mig! Ein kona sendi mér meira að segja blóm. Við erum alveg í skýjunum með fólkið í bænum, allir svo svakalega góðir við okkur,“ segir Rosita glöð.

Rosita segist finna fyrir því að Akureyringar líti á hana sem eina af þeim og sýna henni stuðning.
,,One big family,“ segir Rosita brosandi.
Margir Akureyringar hafa hrósað staðnum eftir enduropnun á facebook og gjarnan birt mynd af sér á staðnum með starfsfólki og eigendum.
Allir virðast þeir sammælast um það að hafa fengið virkilega góðan mat og góða þjónustu.

Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér Óla Birni Kárasyni, Haraldi Benediktssyni, Rositu eiganda Sjanghæ, dóttur hennar og starfsfólki á facebook í gær þar sem hann lýsir ánægju sinni á staðnum sem Rúv hefur auglýst svo vel, eins og hann orðar það.


,,Við félagarnir fórum í dag á veitingahúsið Sjanghæ á Akureyri sem RÚV hefur auglýst svo vel undanfarnar vikur. Frábær þjónusta, góður matur og allir kátir.“

Rosita segist finna fyrir því að Akureyringar séu að opna sig fyrir nýjungum. Fyrst um sinn hafi ekki gengið svo vel þar sem bæjarbúar virtust tregir til að prufa kínverskan mat. Nú sé það allt loksins að breytast og fólk er yfir sig ánægt með matinn.
,,Margir gera sér meira að segja ferð til kokksins og taka í höndina á honum,“ segir Rosita.

Sambíó

UMMÆLI