Framsókn

Egils Appelsín snýr aftur framan á Þórstreyjuna

Egils Appelsín snýr aftur framan á Þórstreyjuna

Knattspyrnudeild Þórs og Ölgerðin hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Ölgerðin verður einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar Þórs næstu tvö árin. Í samstarfinu felst að eitt goðsagnakenndasta vörumerki Ölgerðarinnar, Egils Appelsín, mun prýða nýjan keppnisbúning Þórs frá og með næstu leiktíð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þórs í dag.

„Segja má að um sé að ræða ánægjulegt afturhvarf til fortíðar eða frá því að Egils Appelsín var framan á einni eftirminnilegustu fótboltatreyju Þórs í sögunni sem þá var framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Lotto,“ segir í tilkynningu Þórs.

Auglýsingum frá Ölgerðinni verður komið upp við VÍS-völlinn og í Bogann og bætist Ölgerðin þar með í hóp samstarfssaðila sem eru mikilvægir þátttakendur í því að knattspyrnudeild geti haldið úti blómlegu starfi. Fyrir það erum við Þórsarar afar þakklátir.

Annar ítalskur íþróttavöruframleiðandi, Macron, mun nú framleiða Þórstreyjuna líkt og undanfarin tvö ár og er hún væntanleg í sölu á vef Macron.

Áfram Þór.

VG

UMMÆLI

Sambíó