Mig langar að tala um jákvæðni. Hugarástand sem við reynum að temja okkur til að geta tekist á við misauðveldar áskoranir á lífsins göngu. Jákvæðni gerir okkur sterkari og lausnamiðaðri. Sumir þurfa að temja sér jákvæðni meðan öðrum er hún í blóð borin.
Mig langar að tala um hana mömmu í þessu samhengi. Hún er 88 ára gömul og hefur alla tíð verið mjög sjónskert. Mamma elskar tónlist, söng og dans og hún er sérlega félagslynd. En hún ólst upp hjá fósturforeldrum í mikilli einangrun og var skömmuð fyrir að syngja og dansa
Á dögunum hélt ég veislu í garðinum mínum þar sem vinir og vandamenn komu saman til að gleðjast með mér. Auðvitað var mamma þar á meðal því hún myndi aldrei láta góða grillveislu framhjá sér fara! Á einu borðinu var sérlega mikið skrafað og hlegið. Mamma sá auðvitað ekkert hvaða fólk þetta var en það gilti einu. „Ég vil fara þangað sem fólk er að hlæja!“ Auðvitað var orðið við þeirri ósk og mamma skemmti sér konunglega langt fram eftir kvöldi.
UMMÆLI