Ég sé Akureyri. Kveðja, Krasstófer og OrmurKrasstófer og Ormur

Ég sé Akureyri. Kveðja, Krasstófer og Ormur

Norðlenska listamanna tvíeykið Krasstófer og Ormur munu næstu vikur gefa út vikulega pistla hér á Kaffinu um hin ýmsu málefni. Pistlarnir verða birtir hér á þriðjudögum. Pistillinn þessa vikuna ber titilinn „Ég sé Akureyri.“ Skopmyndir sem fylgja pistlunum eru einnig eftir Krasstófer og Orm.

Það að allir séu ekki með „ég sé Akureyri“ á heilanum allan daginn alltaf mun ég aldrei skilja.

Ég held að það séu ekki neinir Akrar á Akureyri lengur, hugsanlega einhvertímann. Nú eru þeir fáu akrar sem eftir eru annarstaðar í Eyjafirði. En Akureyri byggir í staðinn hringleikahúsið Naustahverfi. Þar sem Virgill leiðir týndar sálir um 9 hringi hreinsunareldsins. Og engin er þar Beatrís sem hvetur þig til iðrunar og hleypir þér til himnaríkis.

Þú situr fastur í iðrum Akureyrar, fyrir þína afbrigðilegu ást, á Akureyri, sem snýst upp í synd. Þetta fannst Dedalus og Íkarus ekki nóg, þeir vildu bætu gráu ofan á svartnættið. Því byggt var annað völundarhús, Hagahverfið. Er eitthvað áhugavert að sjá inn í miðju völundarhússins, eða bíður naut Mínósar þar með eftirvæntingu, standandi við tilganglausa umferðareyju í Kristjánshaga, eftir að éta þig?. „Hjálp, hjálp!! Mínótárusinn hefur fundið mig og er að draga mig í Halldóruhaga“ ó nei ó nei! En hvert litla barn? Hvar í Halldóruhaga!? Ertu í götunni þar sem Halldóruhagi er eða ertu í allt annarri götu sem heitir líka Halldóruhagi en er samt sín eigin gata?“

Barnið sást ekki framar frekar en fólkið sem flutti þangað. En Akureyri hefur þó sína kosti, það hefur að geyma eitthvað betra en akur það hefur eyri. Þar sem skrattinn hitti ömmu sína og Jesús reið inn á asna. Þar sem draumar rætast og Akureyringar þurfa að opna búð. Eyrin er mekka, og fólk fer í pílagrímsferð til þess að bera augum gamla Aksjón húsið. Erlendir gestir koma langt að til þess eins að sjá litlu gestastofuna sem virðist vera búin að vera lokuð í mörg ár, sem Akureyringa dreymir að ganga inn um. Þeir koma á 21. aldar Titanic, ég hef séð það sjálfur og ég hef séð tárin falla á kinn þegar þeir sjá Eimskip í öllu sínu veldi, nútímalega sixtándu kapellu kalla þeir húsið. Eyrin er enginn einseyringur, hún er Akureyringur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó