Það er mismunandi hversu vel eða illa við komum út eftir hátíðirnar. Ertu hrædd/ur við að klúðra mataræðinu og þyngjast um jólin?
Lykilatriðið við að halda góðu mataræði um jólin er að halda sig við rútínuna og vera ákveðinn í að fylgja ákveðnum reglum. Það að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera á góðu mataræði er ekki skyndilausn, það er langtíma skuldbinding ef við ætlum að halda góðri heilsu og vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ef að við pössum okkur ekki um jólin þá getur tekið margar vikur að komast aftur í rétt horf. Ég veit.. ég veit.. Grýla sagði að allt er gott í hófi og allt það. Það er líka auðvelt að detta í of mikið af mandarínum fyrir okkur sem að elskum þær. Þær eru jú líka fitandi ef við borðum of mikið af þeim.
Ég rakst á áhugaverða mynd þar sem búið var að setja upp hversu margir sykurmolar eru í hverjum og einum gos- og orkudrykk. Kók var með 29 sykurmola í ½ líter, ekkert svosem nýtt við það en mér brá við að lesa um máltíð sem okkur hefur verið tjáð um tugi ára að gefi hraustlegt útlit, máltíðin inniheldur 35 sykurmola í hverjum ½ líter. Appelsín gefur einnig um 29 sykurmola þannig að í ½ líter af jólaölinu okkar fáum við um 33 sykurmola. Það er nú allt í lagi að njóta jólanna en spurningin er hversu lengi. Byrjuðu jólin ekki 15. nóvember og er ekki þrettándinn jólaslúttið? Semsagt 7 vikur af jólamat og drykkjum.
Ég get ekki neitað því að jólin eru alltaf mjög atvinnuskapandi fyrir okkur þjálfarana en er jólahátíðin ekki komin útí öfgar? Þá meina ég mataræðislega séð? Hér áður fyrr voru það eplin á jólunum sem breytti útaf venjunum. Hvað hefur breyst í matarvenjum okkar á síðustu 20 árum yfir jólin? Fleiri jólahlaðborð, smákökur í 4-7 vikur en ekki bara á sjálfum jólunum, gosþamb eykst töluvert, mandarínurnar rjúka út (það er líka sykur bara ávaxtasykur), fleiri veislur og jólavertíðin hefur lengst töluvert.
Pistlahöfundur er mikið jólabarn og vill að fólk haldi hátíðleg jól, þessi grein er meira hugsuð sem forvörn heldur en að vera blóta misnotkun á sykri og salti. Jólin eru jú einu sinni á ári en þau eru samt farin að teygjast í breyttum venjum á mataræðinu í einar 7 vikur. Og það er FITANDI!
6 hollustupunktar til að fylgja í þessar 7 jólavikur (og reyndar alltaf):
1. Slepptu ekki máltíðum. Haltu þinni rútínu, borðaðu alltaf morgunmat,
hádegismat, millimál og kvöldmat. Leyfðu þér frekar að borða óhollt eftir
matinn.
2. Ef þú drekkur 1 glas af áfengum drykkjum drekktu þá 1 glas af vatni á
móti.
3. Tvö glös af vatni 15-30 min fyrir allar máltíðir til þess að ná að melta
matinn sem best.
4. Mundu að sofa nóg, reyndu að ná 7-9 tímum í svefni. “Ef þú vilt halda
góðri heilsu skaltu fara í rúmið sama dag og þú ferð á fætur”.
5. Hreyfðu þig á hverjum degi í minnst 30 mínútur.
6. Njóttu matarins jafnvel þó hans sé óhollur, eitt af því versta sem við gerum er að hafa samviskubit yfir því sem við erum að borða.
Njótið jólanna í hófi og sjáumst hress og klár í heilsusamlegra líferni í janúar.
Í næsta pistil fer Davíð yfir áramótaheitin og markmiðssetningar.
Skoðaðaðu heimasíðuna okkar, það er ávallt eitthvað spennandi í boði varðandi, þjálfun,
næringu og lífsstíl. www.heilsuthjalfun.is
Davíð Kristinsson starfar sem:
Heildrænn Heilsuþjálfari
Næringar- og lífsstílsþjálfari
ÍAK Íþróttaþjálfari
Golfþjálfari
david@30.is
UMMÆLI