NTC

„Ég er komin með nóg”

Birta Dögg Bessadóttir

Svona byrjar pistill á Facebook síðu Birtu Daggar Bessadóttur, ungrar stúlku á Akureyri sem lýsir óánægju sinni á óöryggi kvenfólks og fordómum sem hún hefur orðið fyrir fyrir  að vera feminísti. Pistillinn hefur notið mikilla vinsælda þar sem málið hefur verið mikið í umfjöllun upp á síðkastið og snertir töluvert marga.

Ég er komin með nóg.

Ég er komin með nóg af því að þora ekki að labba ein heim af djamminu, að segja við vinkonur mínar „sendu mér sms þegar þú ert komin heim“ og bíða svo stressuð eftir svari. Komin með nóg að því að vera með buddy sistem á djamminu því ef ekki þá kemur eitthver upp að mér og ég verð mögulega áreitt. Ég er komin með nóg af því að segjast eiga kærasta til að eitthver láti mig vera vegna þess að karlmenn bera meri virðingu til annara karlmanna heldur en til mín.

Ég er komin með nóg af því að vera dæmd fyrir að kalla sjálfa mig feminista, komin með nóg að því að kynsystur mínar vilja ekki skilgreina sig sem feminista vegna þess að nokkrar kvennrembur svertu hugtakið. Ég er komin með nóg af því að horfa upp á karla, frændur mína, vini mína og fleiri sem mér þykir vænt um, gera grín af feminisma, hlægja af free the nipple og druslugöngunni, kalla okkur karlhatara og vælukjóa vegna þess að ég vil að ég, börnin mín og barnabörn hafi það betra í framtíðinni.

Ég er komin með nóg af því að hafa ekki kært þann sem að nauðgaði mér vegna þess að ég vissi að það myndi aldrei fara í gegn. Komin með nóg á að vinkona mín sagði “þetta er ekki það slæmt”.
Hann veit ekki að hann nauðgaði mér þó að ég hafi sagt nei oftar en einu sinni. Hann veit ekki að ég þurfti að fá sálfræðinlega hjálp og að ég hafi panikkað og grátið þegar að ég reyndi að sofa hjá aftur. Fáfræði um hvað er nauðgun og hvað ekki er ótrúleg.

Þið haldið eflaust að Ísland sé ofarlega í kvennréttindamálum en vissuð þið að 75% kynferðisbrota eru felld niður og að 30% ásakana um kynferðisbrot eru ósönn.
Konur nauðga líka, konur ásaka karla um að þeir hafi áreitt þær þó að það hafi ekki gerst. Það er alveg jafn rangt að ásaka eitthvern ranglega um kynferðislegt áreiti og að beita kynferðislegu áreiti og ÞETTA ÞARF AÐ STOPPA NÚNA. Þetta er það sem að feministar vilja. Að við séum jöfn, karlar og konur, EKKI að konur verði hærri settar en karlar.
Þessi umræða má ekki hætta og ég mun ekki hætta að standa upp fyrir sjálfri mér eða öðrum!

VIÐBÓT:
Ég er EKKI að taka nauðgunina mína sérstaklega fram. Ég er að tala um ÓRÉTTLÆTIÐ í Íslanska samfélaginu í dag. Um hvað kvennréttindabaráttan sé mikilvæg og hvað við, karlar og konur, verðum að standa saman. Ég get ekkert í því gert núna að mér hafi verið nauðgað nema að dreifa vitund og hjálpa þessari 1 af hverjum 5 stelpum sem eru nauðgað eða beytt kynferðislegu áreiti á Íslandi. Það þarf að gera grein fyrir því hversu algengt þetta virkilega er systur, frænkur, mömmur, ömmur, vinkonur eru allar að lenda í þessu og umræða er mikilvæg þó að aðgát skal höfð í nærveru sálar.”

Sambíó

UMMÆLI