NTC

Ég datt á bossann

Elín Ósk Arnarsdóttir skrifar:

Í þriðja og vonandi síðasta skipti ligg ég inn á geðdeild þar sem ég er að fá hjálp með veikindi mín. Ég skil vel að margir séu orðnir þreyttir og nenni ekki að fylgjast meira með mér. En fyrir þá sem hafa enn þá einhverja trú á mér, þá langaði mig bara að gefa smá ,,update”.

Já, ég datt á bossann enn og aftur. Eftir magnaða ferð til Costa Rica var erfitt að koma aftur í hverdagsleikann og takast á við vandamál sem ég gat hunsað meðan ég var úti. Í stað þess að takast á við þau tók ég að mér önnur verkefni og endaði það einfaldlega með uppgjöf. Ég var alveg búin á líkama og sál. Ég fékk veikindaleyfi til að byrja með en var á endanum lögð inn til að koma mér á betri stað. Þau sem þekkja mig vita að þetta er þriðja innlögnin á tveimur árum og geri ég mér grein fyrir að það sé ansi oft. En ég er að reyna. Mig langar að komast á góðan stað þar sem ég get haldið sjúkdómnum í skefjum. Og þar sem þessi veikindi eru í hausnum mínum þarf ég hjálp. Þess vegna er ég ófeimin að biðja aftur og aftur um aðstoð. Og þetta er alltaf aðeins auðveldara, með hverju skiptinu sem ég leggst inn. Þannig að þó að fyrir suma er eins og ég nái engum framförum er heill hellingur að gerast, hægt og bítandi. Einn daginn mun ég geta haldið veikindunum í skefjum og líta til baka til þess tíma þegar ég lærði að hemja þau.

Auðvitað er leiðinlegt hvað mikill tími og orka hafa farið í sjúkdóminn. Framhaldsskólaárin mín sem ættu að vera stútfull af fjörugum minningum hafa einkennst af innlögnum, meðferð, sálfræðiviðtölum, matarstuðning og fleira í þá áttina. Atvinna hefur einnig orðið undir en andleg veikindi eru eins og líkamleg veikindi; maður er veikur. Það sama hefði verið upp á teningnum ef ég hefði greinst með krabbamein, þá hefðu framhaldsskólaárin einkennst af aðgerðum, geislameðferð og svo framvegis. Það sem pirrar hins vegar marga er að ég get stýrt mínum bata mun meira en krabbameinssjúklingur. En þó ég geti það er ekki þar með sagt að það sé auðvelt! Hins vegar er ég meðvituð um það og er þemað einmitt í meðferðinni núna að ég er ábyrg fyrir eigin bata. Þess vegna ætla ég að halda áfram að standa upp í hvert skipti sem veikindin slá mig niður.

*Fall down seven times, stand up eight*

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó