NTC

Eftirminnilegur Potterdagur á Amtsbókasafninu

Eftirminnilegur Potterdagur á Amtsbókasafninu

Um 800 gestir mættu á Amtsbókasafnið í gær í tilefni Pottersdagsins mikla 2024. Í tilkynningu Amtsbókasafnsins segir að töfrarnir hafi flætt yfir safnið og gleðin hafi verið sönn og mikil.

Fyrstu þrjár kvikmyndirnar um Harry voru sýndar með íslensku tali í kjallara safnsins. Í barnadeild safnsins var mikil litadýrð og gestir fengu að sýna teiknihæfileika sína. Ratleikurinn vakti mikla lukku og hlutu þátttakendur fjölbragðabaunir fyrir að ljúka þátttökunni. Útbúin voru um 500 umslög með baunum.

Sokkaleikurinn vakti athygli. Þar átti að giska á fjölda sokka í stórri krukku og heyrðu starfsmenn frá þátttakendum að þetta hlytu að vera á milli 15-500 sokkar. Farið verður yfir svörin í dag.

Þá var einnig boðið upp á sprotagerð þar sem var mikið að gera og hugmyndauðgi krakkanna var ótrúleg. Haldið hef­ur verið upp á 31. júlí, af­mæl­is­dag Harry Potter, á Amts­bóka­safn­inu síðan árið 2017.

Sambíó

UMMÆLI