Eftirlitsmyndavélar í strætisvagna í kjölfar hópárásar.Strætóbílstjórar á Akureyri upplifa óöryggi í starfi

Eftirlitsmyndavélar í strætisvagna í kjölfar hópárásar.

Myndavélum hefur verið komið fyrir í strætisvögnum á Akureyri í kjölfar árásar sem átti sér stað síðastliðinn maí. Þá réðst hópur 15-16 ára ungmenna á strætóbílstjóra, spörkuðu í hann, slitu af honum hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þetta kemur fram á fréttasíðu RÚV.

Nokkuð hefur verið um ólæti og skemmdarverk í strætisvögnum á Akureyri undanfarna mánuði. Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar, segir að tvívegis í vetur hafi heimatilbúnar sprengjur fundist í vögnum og var lögregla fengin til að fjarlægja þær. Þá hafi verið skotið úr loftriffli á einn vagnanna.

Engilbert segir að eftir þessi atvik, og önnur skemmdarverk, hafi eftirlitsmyndavélar verið settar upp í strætisvögnunum. Það sé gert til að tryggja öryggi bílstjóra og farþega.

„Þetta er náttúrulega bara ekki gott mál og fyrir þessa krakka, þeim getur ekki liðið vel að vera að haga sér svona. Á tímabili voru allir mjög hræddir hérna hvernig ástandið var. Þetta hefur aðeins lagast en við sáum okkur þann eina kost vænstan að setja upp myndavélar í öllum vögnum,“ segir Engilbert í samtali við Rúv.

Nánar á ruv.is

Sambíó

UMMÆLI