NTC

Efnilegur akureyrskur rappari gefur út sitt þriðja lag á Spotify

Akureyringurinn Pétur Trausti Friðbjörnsson, eða Nvre$t eins og hann kallar sig, gefur út hvert lagið á fætur öðru. Pétur er ungur en efnilegur rappari á Akureyri sem vakti fyrst athygli með laginu sínu Switch Sides, sem hann gaf út í mars, eins og Kaffið fjallaði um á þeim tíma.

Pétur Trausti / Nvre$t.

Lagið What you say er þriðja lagið sem hann gefur út og kemur til með að verða hluti af albúmi sem hann er að vinna í.
,,Í albúminu, sem heitir Fall, verða 12 eða fleiri lög og einmitt núna er ég bara að reyna að velja hvaða lög passa í vibe-ið sem albúmið hefur. Ég gerði þetta lag ásamt Birkir Leó (B-Leo) sem er producer á akureyri, Hann sýndi mér lagið niðri í AKStudio og ég varð gjörsamlega ástfanginn af því, við tókum mig síðan upp og kláruðum mixið af laginu,“ segir Pétur. Þá fengu þeir tónlistarpróducerinn Swede of 808 mafia til þess að mastera lagið.

Pétur segir lagið vera í rólegri kantinum en að textinn fjalli um nánustu vini hans, framtíðarplönin og stelpu.
Lagið má hlusta á hér að neðan.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó