Eflum réttindi fatlaðra barna í Tanzaniu

Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar

Síðustu fimm mánuði hef ég, Sigríður Ingibjörg, verið sjálfboðaliði í bænum Moshi í Tanzaníu. Ég er menntaður iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri og hef verið að vinna sem slík með samtökunum Building a Caring Community (BCC) sem reka dagheimili fyrir börn með færniskerðingar. Því miður er það oft þannig að einstaklingar með færniskerðingu fá ekki sömu tækifæri í samfélaginu og aðrir, það er engin undantekning á því í Tanzaníu. Þar hafa fjölskyldur í gegnum tíðina litið á það sem skömm að eignast fötluð börn og jafnvel trúa því að um refsingu Guðs sé að ræða. Börnin eru því oft á tíðum yfirgefin eða falin frá samfélaginu. Það er því algengt að þau og fjölskyldur þeirra hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu og stuðning. Til að sporna gegn þessari þróun var Building a Caring Community (BCC) stofnað með það að leiðarljósi að skapa tækifæri og bjóða upp á þá þjónustu sem þau þurfa. BCC tekur vel á móti sjálfboðaliðum sem hafa viðeigandi menntun og þekkingu til að deila með þeim, þannig geta þau þróað þjónustu sína. Sú menntun sem ég hef hefur nýst mér vel í starfi og hef ég látið margt gott að mér leiða, ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa með BCC og vona ég að ég komist sem fyrst til þeirra aftur.

Starfið í Moshi.
Síðustu þrjá mánuðina hef ég unnið að því að horfa, greina og búa til þjónustuáætlanir með börnum og starfsólki BCC til að gera þjónustuna einstaklingsmiðaðri. Verkefnið er stórt og í umsjá BCC eru 11 dagheimili og um 200 börn, ég hef unnið á tveim heimilum og kynnst 15 börnum. Draumurinn er að komast aftur út. Mig langar að hitta þau öll, kynnast þeim og vinna að markvissari þjónustu með þeim og starfsfólkinu sem þyrstir í að læra svo þau geti veitt betri þjónustu. Einnig langar mig að geta sinnt eftirfylgni sem er mikilvægur þáttur í einstaklingsmiðaðri þjónustu. Saga hvers barns er einstök og snerti mig djúpt. Það að barn sé lokað inni svo árum skiptir er vannrækt á sál og líkama eingöngu vegna þess að það fæðist með fötlun er brot á mannréttum þess. Því er það mín einlæg ósk að þú styrkir mig til að ég geti verið hluti af starfsmanna teymi BCC næstu sex mánuði í það minnsta.

Kosnaður við slíka ferð er áætlaður um 7000 evrur, inn í því væri húsnæðisleiga ásamt rafmagni og vatni, tvö bisness visa og fæði. Ég mun nota alla umframpeninga í þágu barnanna.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja verkefnið getur þú fundið upplýsingar um það hér https://www.karolinafund.com/project/view/1676

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó