NTC

Eflum Glerárlaug!

Eflum Glerárlaug!

Gunnar Líndal Sigurðsson skrifar

Glerárlaug er falin perla.

Frábær og hlý innilaug þar sem kjöraðstæður eru fyrir barnafólk að kenna þeim yngstu fyrstu tökin. Fjölbreyttir hópar nýta sér aðstöðuna dags daglega sér til heilsubóta auk þess sem sundlaugin þjónar sínum tilgangi vel fyrir skólasund og sundkennslu. Sérstaklega er gott aðgengi fyrir fólk sem sækir laugina í tengslum við endurhæfingu, fyrir eldra borgara og eins er þar stólalyfta fyrir fatlaða.

Það þarf að finna aðrir leiðir en að skerða opnunartíma almennings í Glerárlaug til sparnaðar. Í þessu tilfelli tel ég að sókn sé besta vörnin. Ég tel að við ættum að byggja Glerárlaug upp svo sem með því að bæta pottaaðstöðu og útisvæði. Markaðssetja sundlaugina almennilega, auka aðsókn og þar með tekjurnar. Fyrsta skrefið er þó að halda núverandi opnunartíma og lágmarka lokanir. Sund er mikil heilsubót og lífsgæði sem við eigum að standa vörð um.

Eins frábær og Sundlaug Akureyrar er, tel ég mikilvægt að bæjarbúar hafi annan valmöguleika á annasömum dögum og helgum. Sundlaugarnar hafa hvor um sig sína eiginleika sem nýtast mismunandi hópum. Grunnurinn eru til staðar í Glerárlaug og við eigum að hafa pláss fyrir tvær frábærar sundlaugar á Akureyri.

Að efla Glerárlaug verður eitt af stefnumálum L-listans í komandi kosningum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó