NTC

„Ef fólk hlær ekki af draumunum þínum þá eru þeir einfaldlega ekki nógu stórir“

„Ef fólk hlær ekki af draumunum þínum þá eru þeir einfaldlega ekki nógu stórir“

Hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir hefur verið kosin hjólreiðakona ársins á Íslandi undanfarin tvö ár. Hafdís, sem keppir fyrir Hjólreiðafélag Akureyrar, er tveggja barna móðir í fullri vinnu ásamt því að keppa í hjólreiðum.

Í færslu á Instagram segist hún oft fá spurninguna hvernig hún fari að því að æfa, vinna, sjá um heimili og börn ásamt öllu öðru sem fylgir lífinu.

„Viðurkenni að stundum þegar ég er með allt í rassgati, þá hugsa ég af hverju í andskotanum er ég að þessu!! En það stoppar alltaf svo stutt við því þetta hjólalíf gefur svo ótrúlega mikið,“ skrifar Hafdís á Instagram.

„Það sem er lykilinn í þessu öllu saman er að ég gera mitt besta hverju sinni og vinn með það sem ég hef. Væri auðvitað til í að gera allt 100% betur og stundum fer bara metnaðurinn og draumarnir alveg með mig en það er bara svo geggjað!,“ skrifar Hafdís.

„Segi oft ef fólk hlær ekki af draumunum þínum þá eru þeir einfaldlega ekki nógu stórir.“

Hafdís varð á síðasta ári Íslandsmeistari í götuhjólreiðum þar sem hjólað var á Þingvöllum sem og Íslandsmeistari í tímatöku þar sem hjólað var á Suðurstrandaveginum.Hún keppti síðan á HM í hjólreiðum í Skotlandi í ágúst og EM í götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í september. Hún varð í þriðja sæti í kjöri um íþróttakonu Akureyrar árið 2023 og vann titilinn árið 2022.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó