NTC

Dýrið hlaut verðlaun í Cannes

Dýrið hlaut verðlaun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut í kvöld verðlaunin „Prize of Originality“ í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Myndin er fyrsta mynd Valdimars í fullri lengd og leikara í myndinni er Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Myndin fjallar um hjón sem búa á bóndabæ í afskekktum dal. Einn daginn fæðist dularfull vera á bænum og þau ákveða að ala hana upp sem sitt eigið afkvæmi.

Valdimar skrifaði handrit myndarinnar ásamt Sjón en framleiðendur eru Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í september.

Sambíó

UMMÆLI