Dýrara í göngin eftir áramót

Dýrara í göngin eftir áramót

Verðskrá Vaðlaheiðarganga fyrir 2024 var gefin út nú á dögunum og felur í sér verhækkanir í öllum flokkum. Nýja verðskráin tekur gildi frá og með 2. janúar næstkomandi.

Á vefsíðu vegagerðarinnar segir að verðhækkun sé til komin fyrst og fremst vegna aukins fjármagnskostnaðar.

Sú verðhækkun sem eflaust varðar flesta lesendur er að stök ferð í gegnum göngin á fólksbíl undir 3,5 tonnum hækkar frá 1.650kr upp í 1.850kr, sem er rúmlega 12% verðhækkun. Einnig er hækkun á mánaðargjaldi óháð fjölda ferða, sem hækkar frá 23.000kr upp í 25.000kr, u.þ.b. 8,7% hækkun. Hækkanir um sjö til átta prósent verða líka á tollum stærri bíla.

Hægt er að nálgast verðskrána í heild sinni á vefsíðu ganganna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó