Dylan Anderson gestalistamaður Gilfélagsins í desember sýnir í Deiglunn

Dylan Anderson gestalistamaður Gilfélagsins í desember sýnir í Deiglunn

Dylan Anderson gestalistamaður Gilfélagsins í desember opnar sýningu í Deiglunni föstudaginn 27. desember næstkomandi klukkan 17.00.

Myndlistarmaðurinn Dylan Anderson frá New York sem hefur dvali í gestavinnustofu Gilfélagsins síðasta mánuðinn, mun halda sína fyrstu einkasýningu á ljósmyndum í Deiglunni á Akureyri.

Sýningin Margskonar dagar samanstendur fyrst og fremst af filmu ljósmyndum sem gerðar voru á árunum 2023 og 2024. Verkið kannar þemu tenginga, skammvinna, forvitnis og ljóss, fléttað í gegnum innilegar vinjettur lífs í borginni, portrett af hundum og stækkunarblöð. Með næmni sinni og tilfinningu fyrir norðrinu gerir Dylan tilraunir með ný efni og framsetningu, sem býður upp á ótruflaðar hugleiðingar og kveikt samtöl til að finna nánd í hversdagsleikanum og hinu lífvana.

Dylan lauk Bachelor of Fine Arts gráðu í ljósmyndun frá Parsons School of Design árið 2023.  Verkefni hans ‘Warm Vicinity’ komst á lista fyrir Landskrona Foto Residency í samvinnu við PhMuseum’s Photography Grant 2023. Dylan hefur sýnt ljósmyndir í Salmagundi Art Club & Parsons School of Design, hvorutveggja í New York borg.

Sýningin verður opin föstudaginn 27. desember frá 17:00 til 20:00 og helgina 28.–29. desember frá 14:00 – 17:00 báða dagana.

Sambíó

UMMÆLI