Dusan verður áfram með KA

Dusan verður áfram með KA

Varnarmaðurinn öflugi Dusan Brkovic hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA. Dusan mun því spila áfram með KA á næsta tímabili.

Dusan gekk til liðs við KA fyrir tímabilið sem var að klárast og stóð sig mjög vel. Hann var mikilvægur þáttur í því að KA liðið fékk næstfæst mörk á sig af öllum liðum í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Dusan lék 20 leiki í deild og bikar í sumar og gerði í þeim eitt mark.

„Það eru ákaflega jákvæðar fréttir að halda Dusan áfram innan okkar herbúða og væntum við áfram mikils af honum á næsta tímabili þar sem KA liðið stefnir á enn stærri hluti,“ segir í tilkynningu KA.

Sambíó

UMMÆLI