Dularfull ljós á himninum talin vera frá geimskoti SpaceX

Dularfull ljós á himninum talin vera frá geimskoti SpaceX

Rúnar Freyr Júlíusson, fréttaritari Kaffið.is, var staddur í Mývatnssveit í gærkvöldi þegar hann sá sá bjart ljós á himninum. Fjallað var um ljósið á vef New York Times en þar segir að líklegast hafi verið um bensínlosun frá SpaceX geimskutlu að ræða.

Rúnar sem tók myndir af ljósinu segir að hann hafi verið mjög óviss um hvað hefði verið í gangi og að hann hafi meira að segja verið farinn að halda að um geimverur hafi verið að ræða á einum tímapunkti.

„Þetta leit smá út eins og spírall af norðurljósum. Þetta var bjart með grænum blær þegar maður sá þetta með berum augum. Hvarf á bakvið sjóndeildarhringinn til Norðausturs,“ segir Rúnar Freyr.

Myndirnar sem fylgja hér eru teknar af Rúnari á 3ja og 10 sekúndna shutter klukkan 01:03 í nótt í Mývatnssveit.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó