Eva Wium Elíasdóttir og Dúi Þór Jónsson voru valin bestu leikmenn á lokahófi körfuknattleiksdeildar Þórs sem fór fram í félagsheimilinu Hamri í síðustu viku.
„Á lokahófinu voru samankomnir leikmenn og þjálfarar meistaraflokkanna, stjórnarmenn, sjálfboðaliðar og aðrir velunnarar, sem skemmtu sér vel og gæddu sér á góðum grillmat. Þrátt fyrir að gengi liðanna á nýafstöðnu tímabili hafi verið undir væntingum var hægt að gleðjast yfir mörgu. Bæði meistaraflokksliðin ung og efnileg og munu gera harða atlögu að úrvalsdeildarsæti á næstunni,“ segir á vef Þór.
Viðurkenningar voru veittar fyrir bestu og efnilegustu leikmenn. Eva Wium var útnefnd besti leikmaðurinn í meistaraflokki kvenna og Emma Karólína Snæbjarnardóttir var valin efnilegust. Hjá körlunum var Dúi Þór valin bestur og Ólafur Snær Eyjólfsson efnilegastur.
Loks var tekinn upp sú hefð á lokahófinu að veita leikmönnum sem spilað hafa 100 meistaraflokksleiki fyrir Þór sérstaka treyjur af þessu tilefni. Heiða Hlín Björnsdóttir, Rut Konráðsdóttir og Ragnar Ágústsson fengu umræddar treyjur að þessu sinni.