Druslugangan haldin á Sauðárkróki í annað sinn

Druslugangan haldin á Sauðárkróki í annað sinn

Þann 22. júlí næstkomandi,á laugardegi verður Druslugangan haldin hátíðleg á nýjan leik. Í ár verður gangan haldin í annað sinn á Sauðárkróki þar sem lagt verður af stað frá Árskóla klukkan 13:00.

Druslugangan er jafnréttisganga sem gengin hefur verið á hverju ári síðan árið 2011 (að COVID undanskildu).

„Með því að koma saman, öskra og ganga sýnum við samstöðu okkar við þolendur kynferðisofbeldis í verki og skilum skömminni sem hefði aldrei átt að vera okkar. Fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og úr öllum áttum kemur saman einu sinni á ári til þess að taka afstöðu gegn ofbeldi og neita að samþykkja kynferðisofbeldi og kerfislægt misrétti sem ásættanlegan hluta samfélagsins,“ segir í tilkynningu.

„Í ár er áherslan rót vandans – við göngum enn vegna þess að þrátt fyrir tvær #metoo byltingar og öfluga jafnréttisbaráttu síðustu ára fer jafnréttisvitund ungs fólks dalandi, gerendameðvirkni grasserar og drusluskömmun er rótgróið samfélagsmein. Höldum umræðunni á lofti og mótmælum kynbundnu ofbeldi með því að fjölmenna á Druslugönguna.“

Föstudagurinn 21. júlí klukkan 20:00 – kvöldið fyrir göngu:

Prepp kvöld á Gránu Bistro: Þar verður hægt að búa til skilti fyrir gönguna eða velja sér skilti 
(á meðan birgðir endast) og kaupa  einhvern varning. Til staðar verður efniviður í skiltagerð – spjöld, tússpennar o.s.frv. Drusluvæn tónlist í  hátölurum og barinn opinn!

Sjáumst hress og preppum og peppum hvert annað fyrir gönguna

Laugardagurinn 22. júlí – Druslugangan sjálf:

Mæting klukkan 13:00 á planið við Árskóla þar sem varningur verður til sölu og skiltum deilt út ef einhver verða afgangs.

Gengið verður frá Árskóla að Sauðárkróksbakaríi klukkan 13:30. Að göngu lokinni verða fluttar ræður, ljóðalestur og dúóið Skítamix tekur 2 lög.

Þau sem hafa áhuga á að halda ræðu, flytja ljóð, syngja, spila eða chanta geta haft samband við Tönju Ísfjörð í gegnum samfélagsmiðla 
@tanjaisfjord eða á tanjaisfjord@gmail.com.

Í Reykjavík verður gengið frá Hallgrímskirkju sama dag klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg og Bankastræti og lýkur göngunni við Austurvöll með samstöðufundi, ræðuhöldum og lifandi tónlist.

Hlekkur á viðburðinn:

https://fb.me/e/1lSCkDua0

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó