Nýlega sendi akureyrska hljómsveitin Dream The Name frá sér sex laga plötu sem ber nafnið Fragments. Platan var tekin upp í Studio Sýrlandi þar sem Jökull Karlsson, fyrrverandi nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri sá um upptökur.
Í hljóðverinu voru eftirfarandi meðlimir hljómsveitarinnar Dream The Name: Daniel Alpi (Gítar/Söngur), Alexander Örn (Lead Gítar/ BakRaddir) ,Valtýr Steinar (Trommur) og Jóel Örn (Bassa/ Synth). Þeir Daniel og Alexander eru nemendur í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri og er platan hluti af tónlistarverkefni þeirra þetta árið. Jóel Örn er nemandi í rytmískri deild skólans.
Platan er nokkurs konar concept plata þar sem umfjöllunarefnið er stríð og hvernig áhrif þau hafa á fólk, bæði almenning og hermenn. Stríðið í Úkraínu byrjaði svo skömmu eftir að hljómsveitin samdi plötuna.
Hér má hlusta á plötuna í heild sinni.
UMMÆLI