Gæludýr.is

Dream The Name gefa út sex laga plötu

Dream The Name gefa út sex laga plötu

Nýlega sendi akureyrska hljómsveitin Dream The Name frá sér sex laga plötu sem ber nafnið Fragments. Platan var tekin upp í Studio Sýrlandi þar sem Jökull Karlsson, fyrrverandi nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri sá um upptökur.

Í hljóðverinu voru eftirfarandi meðlimir hljómsveitarinnar Dream The Name: Daniel Alpi (Gítar/Söngur), Alexander Örn (Lead Gítar/ BakRaddir) ,Valtýr Steinar (Trommur) og Jóel Örn (Bassa/ Synth). Þeir Daniel og Alexander eru nemendur í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri og er platan hluti af tónlistarverkefni þeirra þetta árið. Jóel Örn er nemandi í rytmískri deild skólans.

Platan er nokkurs konar concept plata þar sem umfjöllunarefnið er stríð og hvernig áhrif þau hafa á fólk, bæði almenning og hermenn. Stríðið í Úkraínu byrjaði svo skömmu eftir að hljómsveitin samdi plötuna.

Hér má hlusta á plötuna í heild sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó