KA-menn hófu Pepsi-deildina með trompi þegar þeir heimsóttu Breiðablik á Kópavogsvöll í 1.umferð deildarinnar en um var að ræða fyrsta leik KA í efstu deild síðan árið 2004.
KA mættu virkilega ákveðnir til leiks og nýjasti liðsmaður þeirra, Darko Bulatovic opnaði markareikninginn á 17.mínútu eftir góðan undirbúning Steinþórs Freys Þorsteinssonar. Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystuna svo skömmu fyrir leikhlé eftir vandræðagang í vörn heimamanna.
KA-menn lágu til baka í síðari hálfleik og beittu hnitmiðuðum skyndisóknum og það skilaði marki á 67.mínútu þegar Ásgeir Sigurgeirsson skoraði glæsilegt mark. Breiðablik náði að klóra í bakkann skömmu síðar þegar Andri Rafn Yeoman skoraði en nær komust Blikar ekki og KA komið á blað í Pepsi-deildinni.
Breiðablik 1 – 3 KA
0-1 Darko Bulatovic (’17)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (’43)
0-3 Ásgeir Sigurgeirsson (’67)
1-3 Andri Rafn Yeoman (’70)
Sjá einnig
UMMÆLI