Draugasöngleikur um Miklabæjar-Solveigu – Kynningardagskrá í Deiglunni


Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir hafa undanfarið unnið hörðum höndum að nýjum söngleik eftir þjóðþekktu draugasögunni Miklabæjar-Solveigu. Nú fyrst fá áhorfendur að njóta á sérstakri kynningardagskrá sem haldin verður í Deiglunni í Listagilinu nk. sunnudag 4. febrúar.

Sagan af Miklabæjar-Solveigu gerist í Skagafirði á 18. öld og segir frá Solveigu sem tók sitt eigið líf eftir að Séra Oddur Gestsson, prestur á Miklabæ, endurgalt ekki ást hennar. Vegna þess að hún féll fyrir eigin hendi var bón hennar um að verða grafin í kirkjugarði neitað og sögur fóru af stað um að hún væri gengin aftur. Þá var hún, eða draugur hennar, talin hafa átt þátt í hvarfi Sr. Odds sem fannst aldrei aftur. Ýmsar sögur gengu um hvarf hans en margir hölluðust að því að hún hefði dregið hann ofan í gröf sína.

Í Deiglunni á sunnudag verður sagt stuttlega frá verkefninu og nokkur lög úr sýningunni verða frumflutt. Þá hafa þau Vilhjálmur og Sesselía fengið með sér nokkra góða gesti til liðsauka sem ýmist spila og syngja með þeim.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Nánar um viðburðinn hér.

Flytjendur á sunnudaginn verða þau:
Birna Pétursdóttir
Jóhann Axel Ingólfsson
Sesselía Ólafsdóttir
Sindri Snær Konráðsson
Vilhjálmur B. Bragason
Wolfgang Frosti Sahr

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó