KA og Akureyri gerðu bæði jafntefli í Olís deild karla í handbolta um helgina. KA menn gerðu góða ferð til Selfoss og náðu sterku jafntefli gegn toppliði deildarinnar á meðan Akureyri og Grótta skildu jöfn á Seltjarnarnesi.
Nánar er hægt að lesa um leikina á heimasíðum félaganna. KA með því að smella hér og Akureyri hér.
Senur í boði norðanliðanna. Flautumörk frá @AkureyriH og @KAakureyri. #olisdeildin
Við snúum aftur á morgun kl. 21.30.
— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) November 4, 2018
KA tryggir sér frábært jafntefli gegn toppliði Selfoss á gríðarlega erfiðum útivelli í #olisdeildin. Selfoss leiddi 27-26 en annan leikinn í röð jafnar Tarik Kasumovic metin á lokasekúndum leiksins, virkilega vel gert strákar! Þökkum @selfosshandb kærlega fyrir að sýna leikinn! pic.twitter.com/MPKLDvxpii
— KA (@KAakureyri) November 4, 2018
UMMÆLI