NTC

Dragan tekur við Fjarðabyggð

undirskrift-dragan

Dragan Kristinn Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjarðabyggð sem mun leika í 2.deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

Dragan er Akureyringum vel kunnugur en hann hefur þjálfað yngri flokka Þórs um árabil. Hann hefur einnig þjálfað meistaraflokkslið Þórs og lið Þór/KA í kvennaflokki.

Hann þjálfaði 2.flokk karla hjá Þór síðasta sumar en mun nú færa sig austur.

Dragan þekkir vel til fyrir austan þar sem hann spilaði með Fjarðabyggð í byrjun þessarar aldar.

Sambíó

UMMÆLI