NTC

Dóra hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar á Íslandi

Dóra hefur nú náð hærri aldri en nokkur annar á Íslandi

Dóra Ólafsdóttir náði í dag hærri aldri en nokkur annar hefur náð hér á landi. Dóra sem er fædd 6. júlí árið 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu er í dag 109 ára og 160 daga. Jensína Andrésdóttir átti áður Íslandsmetið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Dóru í dag í tilefni dagsins. „Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi. Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa. Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir á Facebook.

Nánar er fjallað um Dóru á Facebook-síðu Langlífi í dag:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó