NTC

Donni hættir með Þór eftir leik dagsins

Halldór Sigurðsson, oftast þekktur sem Donni, mun hætta þjálfun knattspyrnuliðs Þórs eftir leik þeirra við KA í dag. Donni tilkynnti þetta í pistli til stuðningsmanna Þórs. Þar segir Donni að hann hætti með liðið vegna persónulegra ástæðna en honum hafi liðið frábærlega hjá félaginu þann tíma sem hann hefur starfað þar.

Donni tók við þjálfun liðins fyrir tveimur árum af Páli Gíslasyni og gerði samning til þriggja ára. Samningurinn hafði þó ákvæði um að hægt væri að segja honum upp eftir þetta tímabil sem nú er að ljúka. Á þessum tveimur árum hefur liðið spilað í 1.deild og enduðu í fyrra í 4.sæti deildarinnar. Í ár ljúka þeir tímabilinu í annað hvort þriðja eða fjórða sæti, það veltur á úrslitum dagsins.

Í pistlinum, sem Donni birti á Facebook síðu stuðningsmanna Þórs, segist hann vona að fá að stýra Þór aftur síðar og því ekki útilokað að Donni muni dag einn snúa aftur í Þorpið. Hann segir einnig að leikmenn ætli að setja allt sitt í leikinn gegn KA í dag og má búast við harðri baráttu Akureyrarliðanna á Þórsvelli í dag.

Ekki er ljóst hver mun taka við af Donna en Dragan Stojanovic hefur verið orðaður við starfið, hann þjálfar nú 2.flokk karla hjá Þór og hefur starfað um árabil við þjálfun hjá félaginu, m.a. meistaraflokk kvenna. Sögusagnir hafa einnig verið um að Páll Gíslason, sem stýrði liðinu á undan Donna, muni taka við keflinu á ný.

Halldór Sigurðsson

Halldór Sigurðsson

 

Sambíó

UMMÆLI