NTC

Dömulegir dekurdagar styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

domudagarDömurlegir dekurdagar voru haldnir á Akureyri fyrri hluta októbermánaðar. Dagarnir eru árlegur viðburður á Akureyri sem haldnir hafa verið ár hvert frá árinu 2008. Ýmsir viðburðir eru í gangi þessa daga og bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á afslætti af þessu tilefni. Líkt og áður var í ár lagt áhersla á að styðja við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Sjá einnig: Dömurlegir dekurdagar á Akureyri

Í lok októbermánaðar afhentu fulltrúar Dömulegra dekurdaga á Akureyri, Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann Krabbameinsfélaginu styrk upp á 1.400.000 kr. Styrkurinn var afhentur á lokakvöldi í bleikum október sem fór fram 27. október á Icelandair hótel. Styrkurinn er samsettur af sölu á klútum og bleikum slaufum, framlagi frá fulltrúum 1966 árgangsins úr fyrrum Gagnfræðaskóla Akureyrar ásamt því að Katrín Káradóttir, eigandi verslunarinnar Kistu í Hofi, afhenti afrakstur sölu á notuðum kjólum.

14910483_1102711693170049_4846679814335797910_n

Fulltrúar Dömulegra dekurdaga afhenda styrkinn

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI