Framsókn

Dómarar sem dæma í karlaboltanum fá rúmlega tvöfalt meira borgað en í kvennaboltanum

aaakaren-noa-frett

Karen Nóadóttir fyrirliði ÞórKA

Dómarar sem dæma í Pepsi-deild karla fá rúmlega tvisvar sinnum hærri laun en þeir sem dæma í Pepsi-deild kvenna. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Greiðsla fyr­ir hvern dæmdan leik í Pepsi-deild karla er 31.900 kr. Dóm­ar­ar fá hins vegar 13.150 kr. fyr­ir dæmd­an leik í Pepsí-deild kvenna. Greiðslan sem dómarar fá fyrir að dæma leiki í Pepsi-deild kvenna er sú sama og greidd er fyrir að dæma leiki í 2. deild karla.

Í svari KSÍ við fyr­ir­spurn Morgunblaðsins seg­ir að KSÍ flokki leiki í fimm flokka eft­ir erfiðleika­stigi skv. mati dóm­ara­nefnd­ar KSÍ og er það í sam­ræmi við flokk­un á alþjóðavett­vangi. Þá séu laun­in greidd í sam­ræmi við kjara­samn­inga KSÍ við Fé­lag deilda­dóm­ara (FD).

„Hvers vegna ætti vinna þessara dómara ekki að vera metin eins, við erum að tala um sömu íþrótt, á sama stigi, jafnmargir leikmenn á vellinum í einu, sömu reglur og leikirnir eru jafnlangir. Með þessu er verið að segja að það að dæma hjá konum er ekki eins mikils virði, okkar íþrótt er ekki eins mikils virði,“ segir Karen Nóadóttir, fyrirliði Þór/KA í samtali við Kaffið.is

„Þeir dómarar sem standa sig best fá svo vitaskuld fleiri leiki og dæma meira hjá körlunum. Það getur svo vissulega haft áhrif á dómgæsluna í Pepsí-deild kvenna, eftir sitja lakari dómarar sem fá færri tækifæri til að dæma karlamegin og „þurfa að sætta sig við“ að dæma kvennamegin,“ segir Karen að lokum.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó