Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð frumsýnd í SamkomuhúsinuJóhann Axel Ingólfsson, annar leikarana í sýningunni. Mynd: Menningarfélag Akureyrar.

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð frumsýnd í Samkomuhúsinu

Gamanverkið Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð verður frumsýnt í Samkomuhúsinu á fimmtudagskvöldið. Verkið byggir á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar.

Í Hörgárdal er kirkjustaðurinn Myrká. Sagt er að fyrr á öldum hafi þar búið ungur djákni er þjónaði kirkjunni. Hann átti vingott við unga stúlku, vinnukonu á prestssetrinu Bægisá í næsta dal. Hún hét Guðrún, en hvergi er getið um nafn djáknans. En hver var þessi djákni? Hverjir komu fleiri við sögu?

Í leikverkinu er sagan skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, lesið á milli línanna og skáldað í eyðurnar. Leikstjóri er Agnes Wild, leikmynd og búningar eru í höndum Evu Björgu Harðardóttur, tónlist eftir Sigrúnu Harðardóttur en leikarar eru Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir.

Aðeins verða tvær sýningar. Miðasala er í fullum gangi. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Miðnættis og Leikfélags Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó