Dívur á Græna hattinum – Jónína Björt, Selma Björns og Katrín Mist


Dívur á Græna Hattinum eru tónleikar næstkomandi fimmtudag þar sem Jónína Björt Gunnarsdóttir ásamt gestasöngkonunum Selmu Björnsdóttur og Katrínu Mist Haraldsdóttur flytja sérvalin lög eftir margar af þekktustu söngkonum heims. Lög Celine Dion, Whitney Houston, Adele, Emeli Sande og Beyonce koma til með að óma um Græna Hattinn á fimmtudagskvöldið þegar þessar ungu söngkonur syngja lög þessara frægu tónlistakvenna með einstökum hætti.
Jónína Björt segir í samtali við Kaffið að það liggi vel við að beisla kvennorkuna í tónlistarheiminum og að það hafi verið innblásturinn af þessum tónleikum.

Eins og áður sagði hefur Jónína fengið til liðs við sig leik- og söngkonuna þekktu Selmu Björnsdóttir og einnig Katrínu Mist Haraldsdóttur, leik- og söngkonu á Akureyri. Þær Helga Hrönn Óladóttir og Guðrún Arngrímsdóttir syngja svo bakraddir með dömunum.
Með Dívunum verður einnig fjögurra manna hljómsveit en hana skipa þeir:
Haraldur Jónas Ómarsson – Gítar
Valgarður Óli Ómarsson – Trommur
Stefán Gunnarsson – Bassi
Ármann Einarsson – Píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Akureyrarstofu en hægt er að kaupa miða á tónleikana hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó