Opnun Disembodied Sketch, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Julia DePinto verður í Deiglunni föstudaginn 22. desember kl. 17 – 20. Einnig opið laugardaginn 23. desember kl. 14 – 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Á sýningunni, Disembodied Sketch, kannar myndlistarmaðurinn Julia DePinto hvernig kyngervi og kynverund hennar skarast við þverfaglega stúdíóvinnu og miðlanotkun. Disembodied, “að svipta líkamlegum veruleika” og sketch eða skissa, “frumrannsókn, gróf teikning af ólokinni hugmynd”. Sýndar verða teikningar og ljósmyndir af óhlutbundnum uppbyggingum af líkama listamannsins, unnið í margvísleg efni, þ.á.m. grafítteikningar, sprey, prentverk og stafræna ljósmyndun. Sjálfsmyndirnar hjálpa DePinto að finna samhengi á milli einstakrar og sameiginlegrar reynslu af félagslegu óréttlæti og pólitískum atburðum í Bandaríkjunum. Myndræna lagskiptingin vísar í verk þeirra myndlistarmanna sem hafa notað líkama sinn sem miðil til að bjóða eignun líkama og kynverund kvenna byrgin með því að nýta sér afbyggingu.
Um listamanninn:
Julia DePinto er bandarískur myndlistarmaður og prófessor í Háskólanum við Dayton. Hún lauk MFA í Studio Myndlist við Háskólann í Connecticut og hlaut BFA í grafíkprentun við Wright State Háskólann. Þverfagleg vinna hennar kannar samtal sjálfsmyndar nútímans með því að sameina hefðbundnar og tilraunakenndar aðferðir til prentunar og ljósmyndunar með tölvutækni og hönnun.
Hún notar tilfinningaríkar sjálfsmyndir sem leið til að finna samhengi félagslegra og pólitískra hlutverka kvenna í Bandaríkjunum. Verk DePinto hafa verið sýnd víða um heim, á bæði einka- og hópsýningum, þar á meðal Douro Museum, Czong Institute for Contemporary Art, Boston University, og Los Angeles Center for Digital Art. Verk hennar hafa einnig verið birt í tímaritunum Art New England Online, Fresh Paint og Creativ Paper ásamt því að vera hluti af söfnum víðsvegar í Bandaríkjunum. Julia DePinto er gestalistamaður Gilfélagsins í desembermánuði.
UMMÆLI