Dino Gavric í Þór

Dino Gavric í Þór

Þórsarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso deildinni næsta sumar, en liðið samdi í dag við króatíska varnarmanninn Dino Gavric. Dino kemur til Þórsara frá Fram þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil.

Dino er annar leikmaðurinn sem Þórsarar fá til sín nú í vetur en nýráðinn þjálfari liðsins Gregg Ryder er ánægður með gang mála, fyrr hafði Sigurður Marínó Kristjánsson snúið aftur eftir eitt tímabil hjá Magna á Grenivík.

„Með því að semja við Dino erum við að senda skilaboð. Þarna fáum við reyndan og kraftmikinn miðvörð sem hefur getuna til að stjórna vörninni okkar. Við erum gríðarlega ánægð að bjóða hann og konu hans velkomin til Akureyrar og að fá til okkar aðra frábæra viðbót í hópinn okkar, ásamt Sigga Marinó. Við erum mjög ánægð með að hafa fengið tvo gæðaleikmenn til liðs við okkur svona snemma á undirbúningstímabilinu,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs í spjalli við heimasíðu liðsins.

Kristján Steinn Magnússon stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þórs, Dino Gavric og Gregg Ryder þjálfari Þórs.

VG

UMMÆLI