Dekkjahöllinni á Akureyri hefur verið lokað á meðan unnið er að smitrakningu eftur að starfsmaður Dekkjahallarinnar greindist með Covid-19 í gærkvöld. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.
Þar segir að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu á mánudag og þriðjudag en hafi ekki mætt í gær eftir að hann fór að finna fyrir einkennum. Hann fór í framhaldið í skimun sem gaf jákvæða niðurstöðu.
Elín Dögg Gunnarsdóttir, fjármálastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við RÚV að eftir ráðfæringar við yfirvöld hafi verið ákveðið að loka fyrirtækinu tímabundið.