NTC

Davíð Oddgeirs með magnað ferðamyndband

Davíð Oddgeirs með magnað ferðamyndband

Davíð Arnar Oddgeirsson er framleiðandi og snappari sem vinnur við það sem hann elskar að gera, ferðast, taka upp og vinna myndefni frá ferðalögum sínum. Nýverið lagði hann lokahönd á myndband sem hann vann fyrir Kilroy.

,,Ég byrjaði snemma á seinasta ári að fókusa á framleiðslu á ferða- og lífsstílsmyndefni. Það fór á fínt flug svona þegar leið á árið og ég endaði á því að heimsækja 11 lönd í 4 heimsálfum í fyrra.S vo kom það til að ég fór á fund með Kilroy og upp kom hugmynd að þessu verkefni. Með stuttum fyrirvara var ákveðið að eg færi í 1 mánaðar ferð til Suðaustur-Asíu,“ segir Davíð og bætir við að það þetta samstarf hafi hentað þeim mjög vel þar sem hann átti líka að snappa frá ferðinni fyrir Kilroy en hann er einn af vinsælustu snöppurum landsins.

Davíð ferðaðist til Tælands, Kambódíu, Laos og Malasíu en flest sem sést í myndbandinu er tekið upp í Kambódíu og Laos. Með Davíð í ferðalaginu var Alex Green sem hjálpaði honum með upptöku en Davíð sá sjálfur um að leikstýra og klippa, ásamt því að taka upp.

,,Að fara á þessar slóðir gefur manni betri sýn á heiminn og hversu fallegur hann getur verið ef maður bara opnar augun fyrir því og það sem mestu máli skiptir, frekari auðmýkt gagnvart lífinu og uppgötvun á því að við erum öll eitt, sama hvernig húðliturinn okkar er, sama hvaða guð við trúum á eða hversu mikinn pening við eigum. Ríkidæmi kemur nefninlega innan frá,“ segir Davíð.

Sambíó

UMMÆLI