Dansarar frá Akureyri náðu ótrúlegum árangri á heimsmeistaramótiFulltrúar frá Steps Dancecenter á heimsmeistaramótinu.

Dansarar frá Akureyri náðu ótrúlegum árangri á heimsmeistaramóti

Danskólarnir Steps Dancecenter og Dansstúdíó Alice á Akureyri ásamt öðrum listdansskólum Íslands tóku þátt í fyrsta skiptið á heimsmeistaramótinu Dance World Cup sem haldið var í Portúgal á dögunum. Á mótinu tóku þátt 62 lönd og um 6.000 keppendur í nokkrum dansflokkum. Hægt var að keppa sem sóló, dúó, í litlum hópum og stórum hópum.

Danshópurinn frá Danstúdíó Alice.

Steps Dancecenter keppti með einn stóran hóp, sem samanstóð af 14 dönsurum úr úrvalshóp skólans, og lentu í 8. sæti á mótinu í keppnisflokki Contemporary (e. nútímadans). Dansstúdíó Alice kom 8 atriðum, alls 15 stelpum á aldrinum 9 til 24 ára, áfram úr undankeppninni. Þar kepptu stelpurnar með 5 sólóum, tveimur tríóum og einu hópatriði. Flest atriðin fengu einkunn um eða yfir 80 stig sem þykir mjög góður árangur. Auður Anna Jónasdóttir keppti í flokki 25 ára og yngri í Show Dance og endaði í 10 sæti í mjög erfiðum flokki.

Auður Anna Jónasdóttir eftir keppni.

Að ná topp 10 í hverjum flokki fyrir sig er mikill sigur en Ísland náði 20. sæti af 62 löndum í heildastigum sem er ótrúlegur árangur miðað við að svo lítið þjóð var að keppa í fyrsta skiptið.

„Keppnin var alveg ótrúleg upplifun og reynsla og krakkarnir okkar, sérstaklega í sóló flokkunum voru að keppa við algjörar stjörnur í keppnisdansheiminum sem hafa sumar verið í Dance moms UK, úrslitum í Britain‘s got talent og fleiru því um líku svo það var líka mikil upplifun og lærdómur að fylgjast með þessum ótrúlegu krökkum taka sviðið. Við erum gríðarlega stoltar af okkar árangri á þessu móti og íslenska liðsins,“ segir Katrín Mist Haraldsdóttir, eigandi og þjálfari hjá Dansstúdíó Alice.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó