Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður betur þekktur sem Danni kokkur verður með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar Jólakvöldið 5. desember þar sem hann mun bjóða upp á vinsæla jólaborgarann.
Ef það er einhver matarupplifun sem hamborgara unnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara, sérstaklega ef þeir eru staddir á norðurlandinu, þá er það jólaborgari Danna.
Þessi klassíski týpíski gamli góði hamborgari er uppfærður í jólalegan búning með sultuðum rauðlauk, rauðkáli, purusteik, camembert osti ásamt fleiru.
UMMÆLI