NTC

Daníel skoraði í tapi Íslands

Daníel Hafsteinsson var á skotskónum fyrir íslenska U19 ára landsliðið sem þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn englendingum í undankeppni EM 2018 í kvöld, sem leikin er í Búlgaríu. Englendingar voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum án þess þó að skapa sér almennileg marktækifæri.

Á 70. mínútu kom Mason Mount Englandi yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Hinn 18 ára gamli Mount spilar með hollenska liðinu Vitesse á láni frá Englandsmeisturum Chelsea. Það var síðan Daníel Hafsteinsson, sem hafði nýlega komið inná sem varamaður, sem jafnaði leikinn fyrir Ísland á 82. mínútu.

Fögnuður strákanna entist þó ekki lengi en Eddie Nketiah, leikmaður Arsenal, kom Englandi aftur yfir aðeins um mínútu síðar, og tryggði þeim stigin þrjú. Niðurstaðan því svekkjandi tap.

Aron Dagur Birnuson lék í marki Íslands í leiknum en hann kom inn í liðið í stað nafna síns Arons Birkis Stefánssonar.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó