Gæludýr.is

Daníel Matthíasson genginn til liðs við KA

Daníel Matthíasson og Haddur Júlíus Stefánsson handsala samninginn.

Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Daníel er 24 ára gamall línumaður sem er uppalinn hjá KA. Hann er, þrátt fyrir ungan aldur, reynslumikill í efstu deild. Hann hefur bæði leikið með FH og Akureyri Handboltafélagi í deild þeirra bestu. Daníel lék síðast með Hömrunum í 1. deildinni.

,,Daníel er gríðarlega öflugur leikmaður, bæði í vörn og sókn en hann mun koma til með að styrkja KA-liðið gríðarlega fyrir komandi átök,“ segir í tilkynningunni.

Formaður handknattleiksdeildar KA, Haddur Júlíus Stefánsson, sagði í samtali við KA.is að hann væri gríðarlega ánægður með að fá Daníel í sínar raðir: ,,Daníel er ekki bara frábær handboltamaður, hann er einnig gríðarlega góður drengur og gott að hafa hann í sínu liði!“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó