Framsókn

Dalvík/Reynir semur við tvo spánverjaMynd: dalviksport.is

Dalvík/Reynir semur við tvo spánverja

Dalvík/Reynir sem leika í 2.deildinni í sumar hafa samið við tvo spænska leikmenn.

Alberto Aragoneses sem er markvörður fæddur 1993 og kemur frá spænska liðinu SAD Villaverde San Andres.

Hinn heitir Borja López Laguna og er miðjumaður, fæddur 1994. Borja kemur frá spænska liðnu S.D Canillas.

„Við erum gífurlega ánægðir með að hafa nælt í þessa leikmenn og trúum því að þeir muni færa okkur ákveðna þætti sem hefur vantað í okkar leik. Við vildum bæta ákveðnum týpum og eiginleikum við okkar flotta hóp. Við töldum okkur þurfa slíka styrkingu, byggja í kringum okkar efnilegu leikmenn og til þess að vera samkeppnishæfir í þessari erfiðu deild“ segir Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis í spjalli við heimasíðu félagsins Dalviksport.is

Sambíó

UMMÆLI