Dagur skoraði 11 gegn Slóveníu

Dagur Gautason

Dagur Gautason leikmaður KA í handbolta fór á kostum í leik U17 ára landsliðs Íslands í gær. U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Slóvenía hafði betur í hörkuleik 27-26.

Dagur Gautason leikmaður KA átti stórleik og skoraði 11 mörk. Liðið mætir Frökkum í dag.

Fyrr í sumar lék annar hópur af U17 á Opna Evrópumótinu þar sem liðið endaði í 3. sæti en KA maðurinn Jónatan Marteinn Jónsson var í þeim hópi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó