Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar

Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar

KA og KA/Þór eiga bæði fulltrúa í liðum fyrri umferðarinnar í Olís deildunum í handbolta. Dagur Gautason er í vinstra horninu í karlaliðinu og Martha Hermannsdóttir er í vinstri skyttu í konuliðinu. Frá þessu er greint á heimasíðu KA.

Á heimasíðu KA segir: „Þetta er frábær viðurkenning fyrir þau Dag og Mörthu og óskum við þeim innilega til hamingju með valið og verður áfram gaman að fylgjast með þeim á síðari hluta tímabilsins.“

Liðin má sjá í heildina hér fyrir neðan.

Lið fyrri hluta í Olís-deild karla
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur
Vinstra horn: Dagur Gautason, KA
Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan
Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH
Línumaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar

Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó