Dagur Gautason til móts við íslenska landsliðið á EM í Búdapest

Dagur Gautason til móts við íslenska landsliðið á EM í Búdapest

Handboltakappinn og Akureyringurinn Dagur Gautason er á leið til Búdapest til þess að taka þátt í EM í handbolta með íslenska landsliðinu. Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að kalla Dag og Bjarna Ófeig Valdimarsson til móts við landsliðið. Dagur spilar í dag með Stjörnunni í Olís deild karla en hann er uppalinn hjá KA.

Dagur er fyrsti Akureyringurinn sem er valinn í landsliðshópinn á mótinu en Oddur Gretarsson er frá vegna meiðsla. Mikið hefur verið um brottfall úr íslenska hópnum vegna Covid-19 smita á mótinu. Bjarni og Dagur eru fimmti og sjötti leikmaðurinn sem bætast við hópinn á meðan mótinu stendur.

Ísland mætir Svartfjallalandi í lokaleik milliriðilsins klukkan 14:30 á morgun. Sigur gæti tryggt Ísland áfram í undanúrslit en færir íslenska liðinu að minnsta kosti leik um fimmta sæti á mótinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó