Dagur byggingariðnaðarins í Hofi á laugardaginn

Menningarhúsið Hof.

Dagur byggingariðnaðarins verður haldinn á Akureyri á morgun, laugardaginn 14. apríl. Að honum standa Akureyrarbær, Meistarfélag byggingamanna á Norðurlandi, Samtök iðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Þennan dag verður byggingar- og mannvirkjageiranum á Norðurlandi gert hátt undir höfði bæði með sýningu í Menningarhúsinu Hofi á og opnum húsum á byggingarstöðum og verkstæðum á Akureyri og víðar í landshlutanum.

Starfsfólk Akureyrarkaupstaðar verður með sérstaka kynningu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýframkvæmdum.
Yfir 20 aðilar verða með sýningarbása Í Hofi og þar verður einnig sett upp sérstök upplýsingamiðstöð.
Sveitarfélög á Norðurlandi munu jafnframt kynna hvað er framundan í lóðaúthlutun.
Fasteignasölur verða með opin hús og íbúðir til sölu á staðnum og þá verður einnig hægt að kynna sér fjármögnunarleiðir bankana og íbúðalánasjóðs.
Verktakar kynna starfsemi sína bæði í Hofi og verða með opin hús á verkstæðum víða á svæðinu.
Þá verða opnar íbúðir í byggingu út um allan bæ.
Þess ber einnig að geta að það er ekki bara á Akureyri sem fyrirtækin opna hús sín. Aðilar á Dalvík, Siglufirði, Sauðárkróki og Húsavík taka einnig þátt í verkefninu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó