Dagur B segir Landhelgisgæsluna betur í stakk búna til að sinna sjúkraflugi en Mýflug

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi  10.janúar síðastliðinn að Landhelgisgæslan ætti hugsanlega alfarið að taka að sér sjúkraflug landsins. Þetta sagði hann í kjölfar þess að Framsókn og flugvallarvinir settu fram tillögu um tímabundna opnun 06/24 brautinni.

Dagur segist sjálfur hafa rætt við Landhelgisgæsluna um tvö tilvik sem upp komu milli jóla og nýárs, þegar flugmenn Mýflugs gátu ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs. Landhelgisgæslan tjáði honum þá að þeir hefðu getað sótt sjúklingana og lent á Reykjavíkurflugvelli í báðum tilvikum en hefðu hinsvegar aldrei fengið beiðni um það. Þá sögðu þeir að í engum þeim tilfellum sem hafa verið í fjölmiðlum hefur verið haft samband við Landhelgisgæsluna. Þá er flugvél Landhelgisgæslunnar einnig betur í stakk búin en flugvél Mýflugs því hún þolir mun meiri hliðarvind.

„Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ábyrgðaraðila sjúkraflugs og velferðarráðuneytisins að fara yfir tilvik eins og þetta og þá sérstakega þegar líður að því að sjúkraflugið þurfi að bjóða út“ sagði Dagur í ræðu sinni.

Fréttin birtist fyrst á vefnum: alltumflug.is. Þar skilur flugmaðurinn Jakob Ólafsson eftir athugasemd þar sem hann efast um þessi orð Dags.
„Var vakthafandi flugstjóri á flugvél Landhelgisgæslunnar á milli jóla og nýárs og hefði ekki lent í Reykjavík þá daga sem flugvél frá Mýflug gat ekki lent.”

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó