NTC

Dagur Árni valinn í úrvalslið eftir flotta frammistöðu með landsliðinu

Dagur Árni valinn í úrvalslið eftir flotta frammistöðu með landsliðinu

Handboltakappinn Dagur Árni Heimisson frá KA var í gær valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Dagur fór á kostum með íslenska landsliðinu sem endaði í 4. sæti mótsins.

KA átti þrjá fulltrúa í ísleska landsliðshópnum en auk Dags voru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson í liðinu.

Þetta er annað stórmótið í röð sem að Dagur er valinn í úrvalsliðið en hann var einnig valinn á Opna Evrópumótinu fyrir 17 ára og yngri á síðasta ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó