NTC

Dagskrá í Hofi á Akureyrarvöku

Dagskrá í Hofi á Akureyrarvöku

30. ágúst til 1. september næstkomandi heldur Menningarfélag Akureyrar Akureyrarvöku í Hofi. Undirtitill hátíðarinnar í ár er „Eitthvað fyrir öll í Hof!“ og ef marka má dagskránna þá er það hárrétt. Dagskrá helgarinnar má sjá í heild hér að neðan:

Föstudagur 30. ágúst

Kl. 22:00 til 23:30: Rómantískt síðkvöld með Tríói Akureyrar í Móa Bistro

Laugardagur 31. ágúst

Kl. 14:00 til 17:00: Forvitnilegir búningar LA og spennandi leikhúsfróðleikur fyrir börn í Naust.

Kl. 14:00 til 17:00: Sápukúlur, skátapopp og slökkviliðsbíll fyrir utan Hof.

Kl. 14:00 til 14:50: Leikhúslög barnanna í Hamraborg.

Kl. 14:00 til 15:00: Flammeus X Stefán Elí í Hamragili.

Kl. 14:00 til 14:40: Acro Jóga í Hamragili.

Kl. 15:00: Þátttökudans með Sunnevu Kjartans sumarlistamanni í Hamragili.

Kl. 15:15 til 15:25: Taekwondo í Hamragili.

Kl. 15:30 til 16:00: Una Torfa og Hafþór í Hömrum, en opið verður fram í Hamragil.

Kl. 16:00 til 16:30: Ballett á svölunum við Setberg.

Kl. 16:00 til 16:30: Opin æfing LA á Litlu Hryllingsbúðinni í Hamraborg.

Kl. 17:00 til 17:40: Sönghópurinn ÓMAR í Hömrum, en opið verður fram í Hamragil.

Sunnudagur 1. september

Kl. 20:00: Ljóðajazz í Hömrum.

VG

UMMÆLI