Dagskrá Goslokahátíðar Kröflu liggur fyrirLjósmynd: Landsvirkjun

Dagskrá Goslokahátíðar Kröflu liggur fyrir

Goslokahátíð Kröflu verður haldin í Mývatnssveit um næstu helgi, 19. til 22. september næstkomandi. Um er að ræða nýja menningarhátíð sem fagnar goslokum Kröfluelda þann 18. september 1984. Styrktaraðilar eru Landsvirkjun, Jarðböðin við Mývatn, Húsheild/Hyrna, Mýflug Air og Berjaya Hotels.

Á laugardag verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá í Kröflu og á sunnudag skemmtileg Vísindastofa fyrir alla fjölskylduna á Gíg gestastofu. Flyguy og JóiPé & Króli munu troða upp á tónleikum í Jarðböðunum á föstudagskvöld. Laugardagskvöldið spila svo Gugusar, Sigga og Grétar í Stjórninni og VÖK á stórtónleikum í flugskýli Mýflugs.

Dagskrána í heild sinni má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar er hægt að finna á Facebook viðburði hátíðarinnar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI