NTC

Dagskrá Akureyrarvöku tilkynntMynd: Akureyri.is

Dagskrá Akureyrarvöku tilkynnt

Afmælishátíð Akureyrar, Akureyrivaka, verður haldin helgina 30. ágúst til 1. september næstkomandi. Þétt dagskrá er í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin verður formlega sett klukkan 20:30 á föstudaginn með viðburðinum Rökkurró í Lystigarðinum. Þar er fólki boðið í rómantíska stemningu, dans og ljúfa tóna.

Rúmlega 70 fjölbreyttir viðburðir verða á dagskrá þar á meðal: Draugaslóð á Hamarkotstúni, Mysingur í portinu við Listasafnið, götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa, Pálínuboð í Fálkafelli, Víkingahátíð á MA-túninu, Acro Jóga Fjör, Skáta- og slökkviliðsviðburður, Taekwondosýning og Fornbílasýning í Listagilinu.

Í Hofi verða einnig viðburðir alla helgina. Hægt er að sjá nánar um það hér.

Á laugardagskvöldinu verða svo tónleikar á Ráðhústorgi þar sem norðlenska hljómsveitin Skandall, Skítamórall, Una Torfa, Emmsjé Gauti og Bubbi Morthens spila. Ólafía Hrönn Jónsdóttir verður kynnir.

Hérna er hægt að sjá alla viðburði helgarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó